Innlent

Vekja reiði hjá fólki

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Ögmundi Jónassyni þingmanni finnst afleitt að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs verði lækkað, því að það bitni á þeim sem séu að festa kaup á sínu fyrsta húsnæði. "Þetta er fráleit ráðstöfun," segir Ögmundur, "og vekur fyrst og fremst reiði hjá fólki".

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður segir að með ákvörðun sinni sé ríkisstjórnin að viðurkenna sjálfskaparvanda sem stjórnarandstaðan hafi fyrir löngu bent á. Þetta sé skammtímaaðgerð til að bregðast við vonlausri hagstjórn en með henni svíki ríkisstjórnin loforð sín. Stjórnvöld þurfi að segja hvað eigi að skera niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×