Sannfærði Robbie um að koma aftur til Íslands 12. júlí 2006 12:00 Robbie Williams Söngvarinn heimsfrægi virðist hafa snúist hugur og er að íhuga að heimsækja Ísland á ný. Ég get staðfest að þetta er rétt en þetta er prívat mál milli mín og hans, segir Snædís Guðnadóttir, vinkona hins heimsfræga söngvara Robbie Williams. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerðu danskir fjölmiðlar mikið úr meintu sambandi Snædísar og Robbie en hann hélt tónleika í Parken í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn var. Á tónleikunum, sem tæplega 50 þúsund manns sóttu, lýsti Robbie aðdáun sinni á rauðhærðri stúlku sem hann hafði kynnst á meðan dvöl hans í Danmörku stóð. Rauðhærða stúlkan sem ég hitti á barnum var virkilega sæt, sagði Robbie á tónleikunum og átti þar við Snædísi. Þau hittust á barnum á Skt. Petris hótelinu sem söngvarinn dvaldi á daginn fyrir tónleikana. Snædís hefur verið hundelt af dönskum fjölmiðlum og prýddi meðal annars forsíður Ekstra-blaðsins og BT. Í blöðunum hefur hún meðal annars verið kölluð Rauðhettan hans Robbies. Snædís hefur reynt af fremsta megni að forðast fjölmiðla og vill lítið sem ekkert ræða við þá. Hún var þó tilbúin að ræða í stutta stund við Fréttablaðið þar sem hún ber taugar til Íslands. Við Robbie töluðum aðeins um Ísland og hann var ekki hrifinn af landinu, sagði Snædís hlæjandi þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Eins og kunnugt er hélt Robbie tónleika hér á landi fyrir nokkrum árum og tók því heldur illa þegar plastflösku var fleygt upp á sviðið. Eftir að tónleikunum lauk rauk hann af landi brott í fússi. Íslenskir aðdáendur hans hafa hingað til talið að hann myndi ekki koma aftur en nú gæti orðið breyting á, þökk sé Snædísi. Ég sagði honum meira frá landi og þjóð og hann er að pæla að fara þangað aftur, sagði vinkona söngvarans. Snædís flutti til Kaupmannahafnar þegar hún var eins árs. Þótt langt sé liðið frá því hún flutti út talar hún fína íslensku en með dönskum hreim. Ég kem stundum heim til Íslands til að heimsækja fjölskylduna, segir Snædís sem starfar sem fjármálaráðgjafi hjá Catinet Analyzeinstitut, auk þess sem hún er að ljúka háskólanámi. Snædís vildi ekki gefa það upp hvort þau Robbie héldu enn sambandi, nú þegar söngvarinn heimsfrægi heldur tónleikaför sinni áfram. Þetta er á milli mín og hans og svoleiðis á það að vera, segir Snædís Guðnadóttir, vinkona Robbie Williams. Menning Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira
Ég get staðfest að þetta er rétt en þetta er prívat mál milli mín og hans, segir Snædís Guðnadóttir, vinkona hins heimsfræga söngvara Robbie Williams. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerðu danskir fjölmiðlar mikið úr meintu sambandi Snædísar og Robbie en hann hélt tónleika í Parken í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn var. Á tónleikunum, sem tæplega 50 þúsund manns sóttu, lýsti Robbie aðdáun sinni á rauðhærðri stúlku sem hann hafði kynnst á meðan dvöl hans í Danmörku stóð. Rauðhærða stúlkan sem ég hitti á barnum var virkilega sæt, sagði Robbie á tónleikunum og átti þar við Snædísi. Þau hittust á barnum á Skt. Petris hótelinu sem söngvarinn dvaldi á daginn fyrir tónleikana. Snædís hefur verið hundelt af dönskum fjölmiðlum og prýddi meðal annars forsíður Ekstra-blaðsins og BT. Í blöðunum hefur hún meðal annars verið kölluð Rauðhettan hans Robbies. Snædís hefur reynt af fremsta megni að forðast fjölmiðla og vill lítið sem ekkert ræða við þá. Hún var þó tilbúin að ræða í stutta stund við Fréttablaðið þar sem hún ber taugar til Íslands. Við Robbie töluðum aðeins um Ísland og hann var ekki hrifinn af landinu, sagði Snædís hlæjandi þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Eins og kunnugt er hélt Robbie tónleika hér á landi fyrir nokkrum árum og tók því heldur illa þegar plastflösku var fleygt upp á sviðið. Eftir að tónleikunum lauk rauk hann af landi brott í fússi. Íslenskir aðdáendur hans hafa hingað til talið að hann myndi ekki koma aftur en nú gæti orðið breyting á, þökk sé Snædísi. Ég sagði honum meira frá landi og þjóð og hann er að pæla að fara þangað aftur, sagði vinkona söngvarans. Snædís flutti til Kaupmannahafnar þegar hún var eins árs. Þótt langt sé liðið frá því hún flutti út talar hún fína íslensku en með dönskum hreim. Ég kem stundum heim til Íslands til að heimsækja fjölskylduna, segir Snædís sem starfar sem fjármálaráðgjafi hjá Catinet Analyzeinstitut, auk þess sem hún er að ljúka háskólanámi. Snædís vildi ekki gefa það upp hvort þau Robbie héldu enn sambandi, nú þegar söngvarinn heimsfrægi heldur tónleikaför sinni áfram. Þetta er á milli mín og hans og svoleiðis á það að vera, segir Snædís Guðnadóttir, vinkona Robbie Williams.
Menning Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira