Óvæntur árekstur á Óskarsverðlaunum 6. mars 2006 17:07 Jon Stewart komst vel frá hlutverki kynnisins. Sporgöngufólk Billy Crystal hefur hingað til mátt þola harða dóma sem Stewart ætti að sleppa við. Mynd/AP Það kom flestum í opna skjöldu að kvikmyndin Crash skyldi hreppa Óskarsverðlaunin sem besta myndin þegar þessi eftirsóttu verðlaun voru afhent í 78. skipti aðfaranótt mánudagsins. Almennt höfðu leikir sem lærðir veðjað á að Brokeback Mountain yrði fyrir valinu og umræðan um verðlaunin í Bandaríkjunum eftir þessa niðurstöðu hverfist meira og minna öll um það að Hollywood hafi hafnað samkynhneigðum, en eins og alþjóð veit fjallar myndin um ástarsamband tveggja kúreka. Crash var fyrir fram talin eiga einna minnsta möguleika enda langt um liðið frá frumsýningu hennar og hún hefur óneitanlega staðið i skugga annarra tilnefndra mynda sem voru auk hinna fyrrgreindu Capote, Munich og Good Night, and Good Luck. Óvenjujöfn dreifingÓskarsverðlaun 2006, Meryl Streep, Robert Altman og Lily TomlinAP Photo/Kevork DjansezianAng Lee hreppti verðlaunin fyrir bestu leikstjórn fyrir Brokeback Mountain en fyrirfram var talið að sú mynd myndi sópa að sér verðlaunum en aldrei þessu vant var enginn afgerandi sigurvegari og dreifing helstu verðlauna á milli mynda kom skemmtilega á óvart. Þannig fengu Memoirs of a Geisha, Brokeback Mountain, Crash og King Kong allar þrenn verðlaun.Memoirs of a Geisha var verðlaunuð fyrir búninga, kvimyndatöku og listræna stjórnun. Brokeback Mountain fékk auk leikstjóraverðlaunanna styttur fyrir bestu tónlistina og besta handriti unnið upp úr áður útgefnu efni. Crash var sem fyrr sergir valin besta myndin en hreppti einnig verðlaun fyrir klippingu og besta frumsamda handritið en verðlaun. King Kong voru fyrir tæknibrellur, hljóðblöndun og hljóðklippingu. Spádómar rættustÓskarsverðlaun 2006, Jack Nicholson, ásamt framleiðendum Crash Paul Haggis,Cathy SchulmanAP Photo/Kevork DjansezianÖnnur verðlaun í helstu flokkum voru í takt við spádóma og þannig var Philip Seymour Hoffman verðlaunaður sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Capote og Reese Witherspoon fékk styttu sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Walk the Line. Það er helst að það hafi komið á óvart að George Clooney skyldi hreppa verðlaunin sem besti leikarinn í aukahlutverki fyrir Syriana . Hann var einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir Good Night, and Good Luck en eins og hann benti réttilega á þegar hann tók við verðlaunum fyrir Syriana þá þýddi þetta að hann fengi ekki leikstjóraverðlaunin. Breska leikkonan Rachel Weisz fékk síðan Óskar sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir The Constant Gardener. Írskt gamalmenni lagði það íslenskaÓskarsverðlaun 2006, Philip Seymour Hoffman, Reese WitherspoonAP Photo/Kevork Djansezian)Íslendingar fylgdust þó óvenju spenntir með að þessu sinni þar sem stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson var tilnefnd í flokki leikinna stuttmynda. Það er síður en svo daglegt brauð að íslendingar komist þetta langt en aðeins Friðrik Þór Friðriksson og Sjón hafa áður náð þessum merka áfanga. Síðasti bærinn hreppti þó ekki verðlaun þrátt fyrir að hafa ýmislegt með sér og varð undir í baráttunni við Six Shooter. Það er hins vegar áhugavert að bæði Síðasti bærinn og Six Shooter fjalla um roskna menn sem missa eiginkonur sínar en Six Shooter fjallar um gamlan mann sem tekur járnbrautalest daginn sem konan hans deyr og hittir þar undarlegan, ef ekki geðveikan ungan mann en myndinni hefur verið lýst sem svartri og blóðugri kómedíu frá Írlandi.Það hefur svo líklega síður en svo spillt fyrir Six Shooter að leikarinn góðkunni Brendan Gleeson fer með aðalhlutverkið. Góðkunningjar Íslendinga, mörgæsirnar í frönsku myndinni March of the Penguins, lönduðu verðlaununum fyrir bestu heimildarmyndina. Suður-afríska myndin Tsotsi var valin besta erelnda myndin og hin kostulega Wallace & Gromit in the Curse of the Were-Rabbit þótti besta teiknimyndin.Þegar það kom að besta frumsamda laginu sigruðu rapphundarnir í Three 6 Mafia með laginu It"s Hard Out Here for a Pimp úr myndinni Hustle&Flow og þeir lögðu þar með ekki minni drottningu en sjálfa Dolly Parton sem átti lagið Travellin" Thru úr Transamerica.Lítið fjörÓskarsverðlaun 2006, Ang LeeAP Photo/Reed SaxonGagnrýnendur eru almennt sammála um að þessi verðlaunahátíð hafi verið óvenju dauf. Niðurstaða Akademíunnar kom í fæstum tilfellum á óvart og þar fyrir utan voru engar óvæntar uppákomur og lítið um tilþrif í þakkarræðum. Þá voru innslög og skemmtiatriði óvenju fábrotin og litlaus. Jon Stewart stjórnandi The Daily Show stóð sig þó vel í hlutverki kynnisins og stýrði fram hjá forarpyttum óbærilegra leiðinda. Hann stendur vitaskuld í skugga Billy Crystal sem hefur verið ástsælasti Óskarsverðlaunakynnirin á síðari árum og stenst samanburðinn betur en flestir forverar hans enda nýtur hann þess að nokkuð er liðið frá því Crystal tók verkið að sér síðast.Stewart tók góða spretti og hitti í mark þegar hann sagði að Björk Guðmundsdóttir hefði ætlað að mæta en Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefði skotið hana þegar hún var að máta kjólinn sinn en flestum ætti að vera það í fersku minni þegar Björk mætti í svanslíki þegar Dancer in the Dark keppti til verðlaunanna. Þá vakti það einnig lukku þegar Stewart skaut á George Clooney og sagði að hann endaði öll stefnumót sín á orðunum góða nótt og gangi þér þér vel.ÚrslitinBesta mynd: CrashBesti leikstjóri: Ang Lee (Brokeback Mountain)Besti leikari í aðalhlutverki: Philip Seymour Hoffman (Capote)Besta leikkona í aðalhlutverki: Reese Witherspoon (Walk the Line)Besti leikari í aukahlutverki: George Clooney (Syriana)Besta leikkona í aukahlutverki: Rachel Weisz (The Constant Gardener)Besta frumsamda handrit: CrashBesta handrit byggt á áður birtu efni: Brokeback MountainBesta teiknimynd: Wallace & Gromit - The Curse of the Were-RabbitBesta heimildarmynd: March of the PenguinsBestu tæknibrellur: King KongBesta kvikmyndataka: Memoirs of a GeishaBesta erlenda mynd: Tsotsi (Suður-Afríka) Menning Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Það kom flestum í opna skjöldu að kvikmyndin Crash skyldi hreppa Óskarsverðlaunin sem besta myndin þegar þessi eftirsóttu verðlaun voru afhent í 78. skipti aðfaranótt mánudagsins. Almennt höfðu leikir sem lærðir veðjað á að Brokeback Mountain yrði fyrir valinu og umræðan um verðlaunin í Bandaríkjunum eftir þessa niðurstöðu hverfist meira og minna öll um það að Hollywood hafi hafnað samkynhneigðum, en eins og alþjóð veit fjallar myndin um ástarsamband tveggja kúreka. Crash var fyrir fram talin eiga einna minnsta möguleika enda langt um liðið frá frumsýningu hennar og hún hefur óneitanlega staðið i skugga annarra tilnefndra mynda sem voru auk hinna fyrrgreindu Capote, Munich og Good Night, and Good Luck. Óvenjujöfn dreifingÓskarsverðlaun 2006, Meryl Streep, Robert Altman og Lily TomlinAP Photo/Kevork DjansezianAng Lee hreppti verðlaunin fyrir bestu leikstjórn fyrir Brokeback Mountain en fyrirfram var talið að sú mynd myndi sópa að sér verðlaunum en aldrei þessu vant var enginn afgerandi sigurvegari og dreifing helstu verðlauna á milli mynda kom skemmtilega á óvart. Þannig fengu Memoirs of a Geisha, Brokeback Mountain, Crash og King Kong allar þrenn verðlaun.Memoirs of a Geisha var verðlaunuð fyrir búninga, kvimyndatöku og listræna stjórnun. Brokeback Mountain fékk auk leikstjóraverðlaunanna styttur fyrir bestu tónlistina og besta handriti unnið upp úr áður útgefnu efni. Crash var sem fyrr sergir valin besta myndin en hreppti einnig verðlaun fyrir klippingu og besta frumsamda handritið en verðlaun. King Kong voru fyrir tæknibrellur, hljóðblöndun og hljóðklippingu. Spádómar rættustÓskarsverðlaun 2006, Jack Nicholson, ásamt framleiðendum Crash Paul Haggis,Cathy SchulmanAP Photo/Kevork DjansezianÖnnur verðlaun í helstu flokkum voru í takt við spádóma og þannig var Philip Seymour Hoffman verðlaunaður sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Capote og Reese Witherspoon fékk styttu sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Walk the Line. Það er helst að það hafi komið á óvart að George Clooney skyldi hreppa verðlaunin sem besti leikarinn í aukahlutverki fyrir Syriana . Hann var einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir Good Night, and Good Luck en eins og hann benti réttilega á þegar hann tók við verðlaunum fyrir Syriana þá þýddi þetta að hann fengi ekki leikstjóraverðlaunin. Breska leikkonan Rachel Weisz fékk síðan Óskar sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir The Constant Gardener. Írskt gamalmenni lagði það íslenskaÓskarsverðlaun 2006, Philip Seymour Hoffman, Reese WitherspoonAP Photo/Kevork Djansezian)Íslendingar fylgdust þó óvenju spenntir með að þessu sinni þar sem stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson var tilnefnd í flokki leikinna stuttmynda. Það er síður en svo daglegt brauð að íslendingar komist þetta langt en aðeins Friðrik Þór Friðriksson og Sjón hafa áður náð þessum merka áfanga. Síðasti bærinn hreppti þó ekki verðlaun þrátt fyrir að hafa ýmislegt með sér og varð undir í baráttunni við Six Shooter. Það er hins vegar áhugavert að bæði Síðasti bærinn og Six Shooter fjalla um roskna menn sem missa eiginkonur sínar en Six Shooter fjallar um gamlan mann sem tekur járnbrautalest daginn sem konan hans deyr og hittir þar undarlegan, ef ekki geðveikan ungan mann en myndinni hefur verið lýst sem svartri og blóðugri kómedíu frá Írlandi.Það hefur svo líklega síður en svo spillt fyrir Six Shooter að leikarinn góðkunni Brendan Gleeson fer með aðalhlutverkið. Góðkunningjar Íslendinga, mörgæsirnar í frönsku myndinni March of the Penguins, lönduðu verðlaununum fyrir bestu heimildarmyndina. Suður-afríska myndin Tsotsi var valin besta erelnda myndin og hin kostulega Wallace & Gromit in the Curse of the Were-Rabbit þótti besta teiknimyndin.Þegar það kom að besta frumsamda laginu sigruðu rapphundarnir í Three 6 Mafia með laginu It"s Hard Out Here for a Pimp úr myndinni Hustle&Flow og þeir lögðu þar með ekki minni drottningu en sjálfa Dolly Parton sem átti lagið Travellin" Thru úr Transamerica.Lítið fjörÓskarsverðlaun 2006, Ang LeeAP Photo/Reed SaxonGagnrýnendur eru almennt sammála um að þessi verðlaunahátíð hafi verið óvenju dauf. Niðurstaða Akademíunnar kom í fæstum tilfellum á óvart og þar fyrir utan voru engar óvæntar uppákomur og lítið um tilþrif í þakkarræðum. Þá voru innslög og skemmtiatriði óvenju fábrotin og litlaus. Jon Stewart stjórnandi The Daily Show stóð sig þó vel í hlutverki kynnisins og stýrði fram hjá forarpyttum óbærilegra leiðinda. Hann stendur vitaskuld í skugga Billy Crystal sem hefur verið ástsælasti Óskarsverðlaunakynnirin á síðari árum og stenst samanburðinn betur en flestir forverar hans enda nýtur hann þess að nokkuð er liðið frá því Crystal tók verkið að sér síðast.Stewart tók góða spretti og hitti í mark þegar hann sagði að Björk Guðmundsdóttir hefði ætlað að mæta en Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefði skotið hana þegar hún var að máta kjólinn sinn en flestum ætti að vera það í fersku minni þegar Björk mætti í svanslíki þegar Dancer in the Dark keppti til verðlaunanna. Þá vakti það einnig lukku þegar Stewart skaut á George Clooney og sagði að hann endaði öll stefnumót sín á orðunum góða nótt og gangi þér þér vel.ÚrslitinBesta mynd: CrashBesti leikstjóri: Ang Lee (Brokeback Mountain)Besti leikari í aðalhlutverki: Philip Seymour Hoffman (Capote)Besta leikkona í aðalhlutverki: Reese Witherspoon (Walk the Line)Besti leikari í aukahlutverki: George Clooney (Syriana)Besta leikkona í aukahlutverki: Rachel Weisz (The Constant Gardener)Besta frumsamda handrit: CrashBesta handrit byggt á áður birtu efni: Brokeback MountainBesta teiknimynd: Wallace & Gromit - The Curse of the Were-RabbitBesta heimildarmynd: March of the PenguinsBestu tæknibrellur: King KongBesta kvikmyndataka: Memoirs of a GeishaBesta erlenda mynd: Tsotsi (Suður-Afríka)
Menning Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira