Erlent

Lofa þeim gulli sem myrða danska hermenn

Múslimar búsettir í Danmörku á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.
Múslimar búsettir í Danmörku á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. MYND/AP

Uppreisnarmenn úr röðum talíbana í Afganistan hafa lofað fimm kílóum af gulli hverjum þeim sem myrðir danskan hermann í landinu. Þá er þeim sem myrðir einn af teiknurunum sem gerðu skopteikningarnar af Múhameð spámanni, og birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten, lofað eitt hundrað kílóum af gulli. Öfgasinnaðir múslimar hafa hótað hryðjuverkum í Danmörku að undanförnu og hvetja liðsmenn sína til að ráðast á Dani hvar sem þá er að finna.

Ræðismannsskrifstofu Dana í Túnis var lokað tímabundið í gær eftir að hringt var á skrifstofuna og starfsmanni þar sagt að koma sér í burtu. Ræðismaður Dana í Túnis sagði að maðurinn sem hringdi hafi ekki sagt til nafns en gripið hefði verið til aðgerðanna af varúðarástæðum vegna deilna sem blossað hafa upp að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×