Innlent

Hús nötruðu í Þingeyjarsveit

Frá Flatey á Skjálfanda.
Frá Flatey á Skjálfanda. MYND/Örlygur Hnefill

Skjálftinn sem varð úti fyrir Flatey á Skjálfanda, upp á fimm á Richter, rétt fyrir klukkan tvö er óvenjulega stór að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Ragnar segir að alltaf sé þó einhver hreyfing á svæðinu enda sé um þekkt skjálftasprungusvæði að ræða.

Ragnar sagði í samtali við NFS að mikil spenna hafi byggst upp á löngum tíma á svæðinu sem sé nú að leysast úr læðingi. Skjálftans varð víða vart en í Þingeyjarsveit nötruðu hús. Ekki er vitað um skemmdir á húsum á svæðinu en ólíklegt þykir að skjálftinn hafi valdið skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×