Erlent

Mótmæli afboðuð í Nepal

Gynanendra, konungur Nepals, hefur nú loks látið undan helstu kröfum andstæðinga sinna um lýðræðislegri stjórnarhætti.
Gynanendra, konungur Nepals, hefur nú loks látið undan helstu kröfum andstæðinga sinna um lýðræðislegri stjórnarhætti. MYND/AP

Andstæðingar Gyanendra konungs í Nepal hafa sagst munu hætta mótmælum gegn honum sem hafa staðið vikum saman eftir að konungurinn lofaði að vinna náið með uppreisnarmönnum kommúnista.

Bandalag sjö flokka sem verður í meirihluta þegar þingið kemur saman á ný í næstu viku, sagðist einnig myndu semja um vopnahlé við vopnaða flokka Maóista þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Gyanendra konungur lýsti því yfir á mánudag að þing myndi koma saman á ný, enda var hann undir miklum þrýstingi frá mótmælendum og alþjóðasamfélaginu. Hann boðaði einnig kosningu sérstaks þings sem mun vinna að endurskoðun stjórnarskrár landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×