Íslandsmeistarar Njarðvíkur urðu í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið vann öruggan 20 stiga sigur á Hamri/Selfoss á heimavelli sínum 99-79.
Brenton Birmingham skoraði 26 stig fyrir Njarðvík, Friðrik Stefánsson skoraði 24 stig og Jeb Ivey 23 stig. Lewis Monroe skoraði 30 stig fyrir Hamar og Bojan Bojovic skoraði 16 stig.