Innlent

Auglýsendur sniðgangi DV

Stjórn Samtaka auglýsenda hvetur auglýsendur til að sniðganga DV þar til stjórnendur þess hafa fært siðareglur blaðsins til samræmis við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Þetta gerir stjórnin þar sem hún telur það skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í blaðinu.

Samtök auglýsenda (SAU) sendu frá sér ályktun rétt í þessu og er hún svohljóðandi:

Stjórn SAU telur það beinlínis skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í DV og hvetur alla auglýsendur til að sniðganga blaðið þar til stjórnendur þess hafa fært siðareglur blaðsins til samræmis við siðareglur Blaðamannafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×