Innlent

Vísitala neysluverðs hækkar

MYND/valgardur_gislason

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,32 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Hækkun á húsnæðisverði og ýmsum liðum, tengdum húsnæði, eins og meðalvöxtum og lóðaleigu, vegur hvað þyngst í hækkuninni auk hækkunar á bensínverði. Vetrarútsölur og lækkun leikskólagjalda ná að slá aðeins á hækkunina. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um hálft prósent, sem jafngildir rétt liðlega tveggja prósenta verðbólgu á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×