Erlent

Átök á milli flugmanna Sterling og Maersk

Dönsk flugmálayfirvöld hafa skorist í leikinn vegna ákafra deilna fyrrrverandi flugmanna Maersk flugfélagsins og flugmanna Sterling, en félögin voru sameinuð í fyrra og er hið sameinaða félag í eigu FL Group. Dönskum flugmálayfirvöldum barst nafnlaust bréf þar sem bréfritari sagði að deilur flugmanna væru komnar á það stig, að það gæti ógnað öryggi viðkomandi flugvéla, ef flugmennirnir væru frá sitt hvoru félaginu. Flugrekstrarstjóri Sterlilng hefur nú gripið til þess ráðs að aðskilja hópana og eru nú annaðhvort Maersk eða Sterling flugmenn í hverri vél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×