Lífið

Í fótspor föðurins

bindi irwin Dóttir Steves Irwin er að byrja með nýjan sjónvarpsþátt.
bindi irwin Dóttir Steves Irwin er að byrja með nýjan sjónvarpsþátt. MYND/AP

Bindi Irwin, átta ára dóttir krókódílafangarans Steves Irwin, sem lést í síðasta mánuði, mun feta í fótspor föður síns í nýjum dýraþætti sem nefnist Bindi, The Jungle Girl.

Þátturinn verður frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Discovery Kids snemma á næsta ári.

Faðir hennar lést eftir að stingskata stakk hann undan ströndum Ástralíu. Lét hann eftir sig eiginkonu, Bindi og soninn Bob sem er tveggja ára.

Upphaflega áttu Bindi og faðir hennar að vera í aðalhlutverki í þættinum. Þrátt fyrir dauða Steves var ákveðið að fá Bindi til að halda áfram. Myndskeið með feðginunum sem voru tekin upp fyrir dauða Steves verða notuð í þættinum. Sumir segja að ég eigi að vera hrædd en ég er aldrei hrædd við dýr, sagði Bindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.