Innlent

Spá lækkun verðbólgu

MYND/Heiða Helgadóttir

Greiningardeild Glitnis spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs frá september til október, sem jafngildir því að verðbólga lækki úr 7,6% í 7,4% á ársgrundvelli á milli mánaða. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis. Greining Glitnis telur verðbólguna hafa náð hámarki sínu og fari lækkandi á næstu mánuðum.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðbólgan nái markmiði Seðlabankans í byrjun árs 2008. Viðmiðunarmörk Seðlabankans er að verðbólgan sé 2,5% eða lægri en það hefur ekki verið raunin í tvö og hálft ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×