Dansandi háskólanemar 22. júlí 2006 14:00 Sýning í nóvember Stúdentaflokkurinn vinnur nú að verki sem sýnt verður í nóvember. Dansástríðan hverfur aldrei hjá sönnum dansfíklum og nokkrir háskólanemar brugðu á það ráð að stofna dansflokk fyrir nemendur Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Nú er Stúdentadansflokkurinn skipaður ellefu dönsurum úr skólunum, níu stelpum og tveimur strákum, en þetta er tímafrekt áhugamál því æft er þrisvar í viku í fjóra tíma í senn yfir sumartímann. Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og formaður dansflokksins en hún er á þriðja ári í lögfræði í HR. „Ég hef verið í dansi frá því að ég var tíu ára, en þegar ég var komin í háskólann sá ég að það var ekkert fyrir mig í dansinum. Þá kviknaði áhuginn á því að stofna þennan dansflokk,“ segir Margrét Anna. Hún segir að dansararnir í flokknum komi víðsvegar að, flestir hafa verið í Listdansskóla Íslands en einnig eru í hópnum fólk úr öðrum ballettskólum og með bakgrunn í fimleikum og samkvæmisdönsum. „Annars er þetta allt mjög duglegt fólk. Þau koma meðal annars úr læknisfræði, lögfræði, hagfræði, verkfræði og viðskiptafræði. Aginn í dansinum, meðal annars í Listdansskólanum, hefur nýst manni í Háskólanum við að skipuleggja námið. Dansnámið hefur mótað mann og kennt manni mikið,“ segir Margrét. „Það getur verið svolítið erfitt að æfa svona mikið með vinnu, við æfum yfirleitt frá sex til níu eða tíu á kvöldin. En þetta er rosalega gaman,“ segir Hrefna Ingadóttir, meðlimur Stúdentadansflokksins. Hún kláraði BS í iðnaðarverkfræði í HÍ í vor og hún vinnur nú á eignastýringasviði Landsbankans, en með fullu starfi og dansinum ætlar hún að fara í verðbréfamiðlun í HR í haust. „Þetta datt svolítið niður í kringum prófin en í sumar tökum við þetta með hörkunni. Þetta er allt mjög metnaðargjarnt fólk,“ segir Hrefna. Hrefna var í Listdansskólanum til sextán ára aldurs og fór þá að kenna í skólanum og hefur gert það undanfarin ár. Stúdentadansflokkurinn byrjaði sem samstarfsverkefni skólanna tveggja en þeir gefa danshópnum smá styrk fyrir grunnkostnaði. Helena Jónsdóttir, dansari og danshöfundur, er listdansstjóri dansflokksins. Inngönguskilyrðið er að fólk sé í háskólunum en fjögurra tíma inntökuprufur voru haldnar í janúar og mun færri komust inn í flokkinn en vildu. „Þegar við héldum prufurnar funndum við að áhuginn fyrir dansi var talsvert meiri en við höfðum gert okkur vonir um. Til þess að mæta því ætlum við að hafa opna danstíma í vetur fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir formaður Stúdentadansflokksins, en næstu inntökuprufur verða í janúar. Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Sjá meira
Dansástríðan hverfur aldrei hjá sönnum dansfíklum og nokkrir háskólanemar brugðu á það ráð að stofna dansflokk fyrir nemendur Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Nú er Stúdentadansflokkurinn skipaður ellefu dönsurum úr skólunum, níu stelpum og tveimur strákum, en þetta er tímafrekt áhugamál því æft er þrisvar í viku í fjóra tíma í senn yfir sumartímann. Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og formaður dansflokksins en hún er á þriðja ári í lögfræði í HR. „Ég hef verið í dansi frá því að ég var tíu ára, en þegar ég var komin í háskólann sá ég að það var ekkert fyrir mig í dansinum. Þá kviknaði áhuginn á því að stofna þennan dansflokk,“ segir Margrét Anna. Hún segir að dansararnir í flokknum komi víðsvegar að, flestir hafa verið í Listdansskóla Íslands en einnig eru í hópnum fólk úr öðrum ballettskólum og með bakgrunn í fimleikum og samkvæmisdönsum. „Annars er þetta allt mjög duglegt fólk. Þau koma meðal annars úr læknisfræði, lögfræði, hagfræði, verkfræði og viðskiptafræði. Aginn í dansinum, meðal annars í Listdansskólanum, hefur nýst manni í Háskólanum við að skipuleggja námið. Dansnámið hefur mótað mann og kennt manni mikið,“ segir Margrét. „Það getur verið svolítið erfitt að æfa svona mikið með vinnu, við æfum yfirleitt frá sex til níu eða tíu á kvöldin. En þetta er rosalega gaman,“ segir Hrefna Ingadóttir, meðlimur Stúdentadansflokksins. Hún kláraði BS í iðnaðarverkfræði í HÍ í vor og hún vinnur nú á eignastýringasviði Landsbankans, en með fullu starfi og dansinum ætlar hún að fara í verðbréfamiðlun í HR í haust. „Þetta datt svolítið niður í kringum prófin en í sumar tökum við þetta með hörkunni. Þetta er allt mjög metnaðargjarnt fólk,“ segir Hrefna. Hrefna var í Listdansskólanum til sextán ára aldurs og fór þá að kenna í skólanum og hefur gert það undanfarin ár. Stúdentadansflokkurinn byrjaði sem samstarfsverkefni skólanna tveggja en þeir gefa danshópnum smá styrk fyrir grunnkostnaði. Helena Jónsdóttir, dansari og danshöfundur, er listdansstjóri dansflokksins. Inngönguskilyrðið er að fólk sé í háskólunum en fjögurra tíma inntökuprufur voru haldnar í janúar og mun færri komust inn í flokkinn en vildu. „Þegar við héldum prufurnar funndum við að áhuginn fyrir dansi var talsvert meiri en við höfðum gert okkur vonir um. Til þess að mæta því ætlum við að hafa opna danstíma í vetur fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir formaður Stúdentadansflokksins, en næstu inntökuprufur verða í janúar.
Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Sjá meira