Gerði íbúðina sína upp sjálfur 27. ágúst 2006 15:30 einbeittur Ásgeir er einbeittur á svip þar sem hann mundar borvélina en hann er orðinn mjög lunkinn í heimilisviðgerðum. Sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, notaði sumarfríið sitt vel í sumar en hann hefur verið að gera upp íbúð sem hann keypti sér fyrir fjórum mánuðum síðan. "Ég byrjaði á því að fá innanhússarkitektinn Halla hjá Glám og kím til að hanna með mér nýtt útlit á íbúðinni. Síðan henti ég öllu út úr henni þannig að hún varð bara eins og fokheld aftur," segir Ásgeir en þar sem hann er dæmigerður karlmaður þá nennti hann ekki að fara út um allt til að velja nýtt inn í íbúðina, heldur fékk bara heildartilboð frá Byko í allt sem hann þurfti. "Ég fékk allt nýtt inn í eldhúsið og á baðið þar sem ég er með hitann í gólfinu og færði til rafmagnstengi og fleira." Ásgeir segir fátt skemmtilegra en að gera húsnæðið sitt nákvæmlega eins og hann vilji hafa það því útkoman geti varla verið annað en draumahúsnæðið. Sjálfur hefur hann unnið hörðum höndum í breytingunum en fengið gott fólk sér til aðstoðar. "Ég fékk dyggan stuðning frá fjölskyldunni sem er örugglega farin að íhuga að vera ekki lengur með mér í fjölskyldu, því ég er búinn að jaska þeim verulega út," segir Ásgeir hlæjandi og viðurkennir að hann hafi komið sjálfum sér verulega á óvart með því hvað hann væri í raun laginn í höndunum. "Ég er búinn að leggja parket, pússa veggi og margt fleira og það var bara rosa gaman. Það kemur manni reyndar á óvart hvað þetta er miklu meiri vinna en maður telur í upphafi." Ásgeir er nýfluttur inn í nýju íbúðina sína þrátt fyrir að enn eigi eftir að ganga frá einhverju smotteríi. "Ég er rosalega ánægður með að hafa fengið innanhússarkitekt til að aðstoða mig við hönnunina og það var algjörlega þess virði. Þannig getur maður séð fyrir hvernig lokaútkoman verður og skipulagt hvert einasta rými fyrirfram," segir Ásgeir og er yfir sig ánægður með nýju íbúðina sína. sig Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, notaði sumarfríið sitt vel í sumar en hann hefur verið að gera upp íbúð sem hann keypti sér fyrir fjórum mánuðum síðan. "Ég byrjaði á því að fá innanhússarkitektinn Halla hjá Glám og kím til að hanna með mér nýtt útlit á íbúðinni. Síðan henti ég öllu út úr henni þannig að hún varð bara eins og fokheld aftur," segir Ásgeir en þar sem hann er dæmigerður karlmaður þá nennti hann ekki að fara út um allt til að velja nýtt inn í íbúðina, heldur fékk bara heildartilboð frá Byko í allt sem hann þurfti. "Ég fékk allt nýtt inn í eldhúsið og á baðið þar sem ég er með hitann í gólfinu og færði til rafmagnstengi og fleira." Ásgeir segir fátt skemmtilegra en að gera húsnæðið sitt nákvæmlega eins og hann vilji hafa það því útkoman geti varla verið annað en draumahúsnæðið. Sjálfur hefur hann unnið hörðum höndum í breytingunum en fengið gott fólk sér til aðstoðar. "Ég fékk dyggan stuðning frá fjölskyldunni sem er örugglega farin að íhuga að vera ekki lengur með mér í fjölskyldu, því ég er búinn að jaska þeim verulega út," segir Ásgeir hlæjandi og viðurkennir að hann hafi komið sjálfum sér verulega á óvart með því hvað hann væri í raun laginn í höndunum. "Ég er búinn að leggja parket, pússa veggi og margt fleira og það var bara rosa gaman. Það kemur manni reyndar á óvart hvað þetta er miklu meiri vinna en maður telur í upphafi." Ásgeir er nýfluttur inn í nýju íbúðina sína þrátt fyrir að enn eigi eftir að ganga frá einhverju smotteríi. "Ég er rosalega ánægður með að hafa fengið innanhússarkitekt til að aðstoða mig við hönnunina og það var algjörlega þess virði. Þannig getur maður séð fyrir hvernig lokaútkoman verður og skipulagt hvert einasta rými fyrirfram," segir Ásgeir og er yfir sig ánægður með nýju íbúðina sína. sig
Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira