Innlent

Útsýni sjávarlóða myndi gjörbreytast

Íbúar á útsýnislóðum á Seltjarnarnesi eru flestir á móti hugmyndum um flugvöll á Löngu skerjum og óttast flugumferð í gluggahæð. Stefán Bergmann, varabæjarfulltrúi og íbúi við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi er hissa á að umræður um flugvöll á Löngu skerjum séu aftur komnar á loft segist hafa haldið að búið væri að skjóta þær í kaf og málið væri útrætt.

Út um stofugluggan hjá Stefáni er flott útsýni sem má ímynda sér hvernig myndi breytast við það á fá flugvöll í beina sjónlínu út um gluggann. Stefán sem er líffræðingur segir Skerjafjörðinn skilgreindar sem náttúruverndarsvæði og finnst honum flugvöllur á miðjum firðinum passa illa inn í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×