Framsókn fundar um forystu í flokknum 5. júní 2006 18:45 Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarmanna hittast í kvöld til að freista þess að ná sáttum um forystu í flokknum. Að minnsta kosti fjögur framsóknarfélög hafa skorað á Guðna Ágústsson, varaformann flokksins, að taka við formannssætinu við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar. Talið er hins vegar líklegt að Halldór Ásgrímsson endurskoði ákvörðun sína um að hætta hverfi Guðni ekki af sviðinu á sama tíma og hann. Meirihluti framsóknarmanna vill fá að kjósa sér formann gangi það eftir að Halldór Ásgrímsson víki úr fomannsstóli Framsóknarflokksins. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins sem á að vera á föstudag hefur samkvæmt reglum flokksins heimild til að velja sér formann og hefur Finnur Ingólfsson verið nefndur í því sambandi. Vaxandi þrýstingur er hinsvegar á það frá almennum flokksmönnum að allir flokksmenn fái að kjósa sér formann. Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins hittist í kvöld til að freista þess að ná sáttum um framhaldið. Viðmælendur Fréttastofu segja að útilokað sé að Halldór Ásgrímsson standi upp fyrir Guðna Ágústssyni eða Siv Friðleifsdóttur meðstjórnandum hans í flokknum. Náist ekki samkomulag um Finn Ingólfsson verði núverandi forysta að sitja öll áfram fram að flokksþingi. Landssamband framsóknarkvenna hittist á fundi klukkan fimm til þess að hafa ályktun tilbúna fyrir fundinn í kvöld. Viðmælendur fréttastofu töldu líklegt að Framsóknarkonur hefðu ályktað í þá veru að beðið yrði átekta fram að flokksþingi þegar ný forysta yrði kjörin. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins hefur ekki viljað tala við fjölmiðla í dag en fjögur félög, í Dalasýslu, Rangárvallasýslu, Skagafirði og Árborg hafa skorað á hann að taka við formennsku í flokknum fram að flokkþingi og bjóða sig þá fram til formennsku. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra er áhrifamikill hefur þegar sent frá sér ályktun þar sem núverandi forysta er hvött til að sitja út kjörtímabilið. Steingrímur Hermannsson fyrrverandi formaður flokksins hrósaði Halldóri fyrir þá ákvörðun að hætta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Ákvörðunin sé skynsamleg vegna óeiningar sem ríkt hafi um Halldór og vegna lélegs gengis flokksins í sveitarstjórnarkosningunum. Hann segist hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Guðni Ágústsson hætti. Steingrímur segist hafa mikið álit á Finni Ingólfssyni en hann verði að komast til áhrifa í flokknum með kosningu á Flokksþingi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarmanna hittast í kvöld til að freista þess að ná sáttum um forystu í flokknum. Að minnsta kosti fjögur framsóknarfélög hafa skorað á Guðna Ágústsson, varaformann flokksins, að taka við formannssætinu við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar. Talið er hins vegar líklegt að Halldór Ásgrímsson endurskoði ákvörðun sína um að hætta hverfi Guðni ekki af sviðinu á sama tíma og hann. Meirihluti framsóknarmanna vill fá að kjósa sér formann gangi það eftir að Halldór Ásgrímsson víki úr fomannsstóli Framsóknarflokksins. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins sem á að vera á föstudag hefur samkvæmt reglum flokksins heimild til að velja sér formann og hefur Finnur Ingólfsson verið nefndur í því sambandi. Vaxandi þrýstingur er hinsvegar á það frá almennum flokksmönnum að allir flokksmenn fái að kjósa sér formann. Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins hittist í kvöld til að freista þess að ná sáttum um framhaldið. Viðmælendur Fréttastofu segja að útilokað sé að Halldór Ásgrímsson standi upp fyrir Guðna Ágústssyni eða Siv Friðleifsdóttur meðstjórnandum hans í flokknum. Náist ekki samkomulag um Finn Ingólfsson verði núverandi forysta að sitja öll áfram fram að flokksþingi. Landssamband framsóknarkvenna hittist á fundi klukkan fimm til þess að hafa ályktun tilbúna fyrir fundinn í kvöld. Viðmælendur fréttastofu töldu líklegt að Framsóknarkonur hefðu ályktað í þá veru að beðið yrði átekta fram að flokksþingi þegar ný forysta yrði kjörin. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins hefur ekki viljað tala við fjölmiðla í dag en fjögur félög, í Dalasýslu, Rangárvallasýslu, Skagafirði og Árborg hafa skorað á hann að taka við formennsku í flokknum fram að flokkþingi og bjóða sig þá fram til formennsku. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra er áhrifamikill hefur þegar sent frá sér ályktun þar sem núverandi forysta er hvött til að sitja út kjörtímabilið. Steingrímur Hermannsson fyrrverandi formaður flokksins hrósaði Halldóri fyrir þá ákvörðun að hætta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Ákvörðunin sé skynsamleg vegna óeiningar sem ríkt hafi um Halldór og vegna lélegs gengis flokksins í sveitarstjórnarkosningunum. Hann segist hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Guðni Ágústsson hætti. Steingrímur segist hafa mikið álit á Finni Ingólfssyni en hann verði að komast til áhrifa í flokknum með kosningu á Flokksþingi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira