Hótelerfingjann Paris Hilton er nú hægt að kaupa í kattarlíki. Japanskur leikfangaframleiðandi sem selur kattardúkkurnar Hello Kitty hefur hafið sölu á slíkri dúkku sem minnir um margt á Paris.
Kattardúkkan er hvít með ljóst hár og klædd í bleika yfirhöfn, en eins og margir vita er bleikur uppáhaldslitur Parisar Hilton. Agnarsmár Chihuahua-hundur kemur með í kaupunum og er hann vísun í hund Parisar, Tinkerbell.
Einnig er hægt að fá alls konar fylgihluti með nýju Hello Kitty dúkkunni, handtöskur og hárspangir svo fátt eitt sé talið.
Því miður þurfa heitir aðdáendur Parisar Hilton að leggja á sig langferð til að festa hendur á dúkkunni því hún er einungis til sölu í Japan.