Þrjár álfur á einu sumri 2. júlí 2006 09:00 Hera Hjartardóttir Spilar víða út á landi í sumar og fer til Grænlands í ágúst þar sem hún spilar á Artic Team Challenge keppninni. MYND/Hrönn Söngvaskáldið Hera Hjartadóttir er mætt til Íslands með gítarinn og nýtt lag í farteskinu. Hún hefur búið í Nýja Sjálandi undanfarin tólf ár og kom óvænt til landsins fyrir að verða tveimur mánuðum. "Það kom reyndar ekki til af góðu," útskýrir hún. "Amma mín greindist með krabbamein á lokastigi fyrir nokkrum mánuðum og ég flýtti mér heim til að geta verið hjá henni áður en hún kvaddi. Hún dó aðeins tveimur mánuðum eftir að hún greindist en ég náði næstum því þremur vikum með henni og er virkilega glöð yfir því." Fátt er þó með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott því þrátt fyrir aðstæður ætlar Hera að nota tækifærið og halda nokkra tónleika á meðan hún er landinu og spilaði meðal annars á Ingólfstorgi í gær í tilefni af afmæli Landsbankans. "Ég á ábyggilega eftir að spila aðeins meira í Reykjavík áður en ég fer aftur heim, þetta bar svo fljótt að og það er ekki allt komið í ljós. Ég spila hins vegar á Írskum dögum á Akranesi á fimmtudaginn kemur, á Kristjáni tíunda á Hellu á sunnudaginn 9. júlí og verð á Draugasetrinu á Stokkseyri 15. júlí í tengslum við Bryggjuhátíðina." Hún lætur sér þó ekki nægja að ferðast milli tveggja heimsálfa í sumar, því í byrjun ágúst fer hún til þeirrar þriðju til að spila á hátíðinni Artic Team Challenge á Grænlandi. "Það er gaman að geta sagst hafa verið á Nýja Sjálandi, Íslandi og Grænlandi sama sumarið," segir Hera og hlær. "Ég var með tónleika á Grænlandi í desember og þeir sem buðu mér þá vildu fá mig aftur. Þessi hátíð er víst mjög skemmtileg, það mæta fjölmörg lið frá nokkrum löndum og keppa í alls konar þrautum, til dæmis klettaklifri og ísjakahlaupi. Ég á víst að spila á ströndinni með ísjakana í baksýn svo þetta verður ábyggilega rosalega fallegt." Eftir tónleikana á Grænlandi kemur Hera aftur til Íslands og dvelur yfir eina helgi áður en hún heldur heim á leið, en hún segist veraa alsæl á Nýja Sjálandi. "Ég hef getað einbeitt mér algjörlega að tónlistinni og spila mikið. Ég er líka sísemjandi og á meðal annars nýtt lag á safnplötunni Svona er sumarið. Ég býst samt ekki við að gefa útnýja plötu alveg strax. Það er hins vegar nýbúið að uppfæra heimasíðuna mína, herasings.com. og þar má finna fullta af nýju efni," segir Hera að lokum. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Söngvaskáldið Hera Hjartadóttir er mætt til Íslands með gítarinn og nýtt lag í farteskinu. Hún hefur búið í Nýja Sjálandi undanfarin tólf ár og kom óvænt til landsins fyrir að verða tveimur mánuðum. "Það kom reyndar ekki til af góðu," útskýrir hún. "Amma mín greindist með krabbamein á lokastigi fyrir nokkrum mánuðum og ég flýtti mér heim til að geta verið hjá henni áður en hún kvaddi. Hún dó aðeins tveimur mánuðum eftir að hún greindist en ég náði næstum því þremur vikum með henni og er virkilega glöð yfir því." Fátt er þó með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott því þrátt fyrir aðstæður ætlar Hera að nota tækifærið og halda nokkra tónleika á meðan hún er landinu og spilaði meðal annars á Ingólfstorgi í gær í tilefni af afmæli Landsbankans. "Ég á ábyggilega eftir að spila aðeins meira í Reykjavík áður en ég fer aftur heim, þetta bar svo fljótt að og það er ekki allt komið í ljós. Ég spila hins vegar á Írskum dögum á Akranesi á fimmtudaginn kemur, á Kristjáni tíunda á Hellu á sunnudaginn 9. júlí og verð á Draugasetrinu á Stokkseyri 15. júlí í tengslum við Bryggjuhátíðina." Hún lætur sér þó ekki nægja að ferðast milli tveggja heimsálfa í sumar, því í byrjun ágúst fer hún til þeirrar þriðju til að spila á hátíðinni Artic Team Challenge á Grænlandi. "Það er gaman að geta sagst hafa verið á Nýja Sjálandi, Íslandi og Grænlandi sama sumarið," segir Hera og hlær. "Ég var með tónleika á Grænlandi í desember og þeir sem buðu mér þá vildu fá mig aftur. Þessi hátíð er víst mjög skemmtileg, það mæta fjölmörg lið frá nokkrum löndum og keppa í alls konar þrautum, til dæmis klettaklifri og ísjakahlaupi. Ég á víst að spila á ströndinni með ísjakana í baksýn svo þetta verður ábyggilega rosalega fallegt." Eftir tónleikana á Grænlandi kemur Hera aftur til Íslands og dvelur yfir eina helgi áður en hún heldur heim á leið, en hún segist veraa alsæl á Nýja Sjálandi. "Ég hef getað einbeitt mér algjörlega að tónlistinni og spila mikið. Ég er líka sísemjandi og á meðal annars nýtt lag á safnplötunni Svona er sumarið. Ég býst samt ekki við að gefa útnýja plötu alveg strax. Það er hins vegar nýbúið að uppfæra heimasíðuna mína, herasings.com. og þar má finna fullta af nýju efni," segir Hera að lokum.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira