Erlent

Palestínumenn hvattir til að sýna stillingu

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hvetur Palestínumenn til að sýna stillingu.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hvetur Palestínumenn til að sýna stillingu. MYND/AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hvatti í dag Palestínumenn til að sýna stillingu eftir að leiðtogi herskárra samtaka féll í eldflaugaárás Ísraelshers á Gasa-ströndinni í dag. Haniyeh hefur þegar falið innanríkisráðherra heimastjórnarinnar að rannsaka tildrög árásarinnar.

Liðsmenn hliðhollir sínum fallna leiðtoga telja palestínskar öryggissveitir hafa skipulagt árásina með Ísraelsher. Til skotbardaga hefur komið milli öryggissveita Ísraela og byssumanna síðan eldflaugaárásin var gerð og hafa minnst tveir Palestínumenn fallið svo vitað sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×