Erlent

Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær

Lestarsamgöngur fóru úr skorðum í París í gær, þegar þúsundir námsmanna lokuðu lestarteinum á nokkrum stöðvum í borginni, til að mótmæla nýrri atvinnulöggjöf. Tvö þúsund ungmenni óðu inn á Gare de Lyon lestarstöðin án þess að fjölmargir óeirðalögreglumenn fengju rönd við reist. Í Bercy hverfinu lokuðu mótmælendur götum á stóru svæði um tíma. Stjórnarskrárdómstóll í Frakklandi úrskurðaði í gær að atvinnulöggjöfin stæðist stjórnarskrá.  Þar með er allt útlit fyrir að löggjöfin nái fram að ganga, að því gefnu að Chirac Frakklandsforseti samþykki hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×