Erlent

Símtöl fólks úr Tvíburaturnunum gerð opinber í dag

Tuttugu og átta símtöl í neyðarlínuna í Bandaríkjunum frá fólki sem statt var í tvíburaturnunum í New York ellefta september 2001 verða gerð opinber í dag.  Hringjendurnir létust allir nema einn í hryðjuverkaárásunum og í flestum tilfellum mun aðeins heyrast í rödd þess sem svaraði fyrir neyðarlínuna. Hins vegar verða nöfn hringjendanna tuttugu og átta öll gerð opinber, samkvæmt dómsúrskurði frá því í fyrradag. Eins verða allar upplýsingar sem gætu bent á fleiri fórnarlömb árásanna líka gerðar opinberar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×