Innlent

Handtekinn eftir bruna í Lómasölum

Frá brunavettvangi í gær
Mynd/Heiða Helgadóttir

Eigandi íbúðarinnar við Lómasali í Kópavogi, þar sem eldur kom upp í gær, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa sett eld að íbúðinni. Maðurinn, sem er um þrítugt, var handtekinn í gærkvöldi og gisti hann fangageymslur í nótt. Eldurinn kom upp í sófa í stofu íbúðarinnar. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum í morgun. Málið telst upplýst að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×