Innlent

Herjólfur sigldi á í höfninni

Herjólfur í höfn.
Herjólfur í höfn. MYND/STEFÁN

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi á landgönguranann í Þorlákshöfn þegar hún kom að landi eftir siglingu frá Vestmannaeyjum í dag. Raninn skemmdust nokkuð en litlar sem engar skemmdir urðu á skipinu.

Frá þessu er sagt á fréttavefnum Fréttir í Vestmannaeyjum. Þar er haft eftir Guðmundi Pedersen, rekstrarstjóra Herjólfs, að skipið hafi líklega verið á of mikilli ferð og því hafi farið sem fór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×