Innlent

Vilja sambærileg kjör og í Reykjavík

Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir fundi með bæjarráði vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaramálum bæjarstarfsmanna eftir að Reykjavíkurborg samdi við sína starfsmenn. Nú eru starfsmenn Akraness með allt að 12,5% lægri laun en fást fyrir sambærileg störf í Reykjavík. Í bréfi verkalýðsfélagsins til bæjarráðs segir meðal annars: "Verkalýðsfélag Akraness gerir ráð fyrir, að það geti ekki verið vilji forsvarsmanna Akraneskaupstaðar að starfsmenn kaupstaðarins, hafi allt önnur og lakari launakjör en starfsmenn Reykjavíkurborgar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×