Sport

Rúm 60% telja Íslendinga ekki eiga séns

Íslenska landsliðið á æfingu.
Íslenska landsliðið á æfingu. MYND/Hörður

Rúm 60% lesenda Vísis telja að Íslendinga eigi ekki séns í sterkt lið Spánverja í kvöld. Spánverjar eru með eitt af bestu knattspyrnulandsliðum heims um þessar mundir. Þeir féllu óvænt út í 16-liða úrslitum á HM nú í sumar. Tæp 40% lesenda telja hins vegar að Íslendingar eigi möguleika á að ná góðum úrslitum.

Allir sterkustu leikmenn Spánverja taka þátt í leiknum en reiknað er með að Iniesta, Puyol og Xavi hjá Barcelona fái hvíld, í því formi að þeir byrji ekki inn á.

Eins og ljóst er tekur fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen ekki þátt í leiknum, vegna álags sem verið hefur hjá Barcelona. Útlit er fyrir gagnkvæman skilning fyrir því hjá Aragones þjálfara Spánverja að leikmenn Barcelona fái hvíld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×