Sport

Fyrsta tap Ólafs

Grindvíkingar lögðu Blika 3-2 í Landsbankadeild karla í kvöld. Þetta er fyrsti tapleikur liðsins síðan Ólafur Kristjánsson tók við á dögunum.

Jóhann Þórhallsson skoraði fyrsta markið á 21. mínútu og Óli Stefán Flóventsson bætti öðru við fyrir Grindavík á 53. mínútu.

Marel Jóhann Baldvinsson minkaði muninn úr vítaspyrnu á 70. en Óskar Örn Hauksson skoraði þriðja mark Grindavíkur á þeirri 75. Marel skoraði svo úr annarri vítaspyrnu á 80. mínútu. Óskar Örn Hauksson bætti fjórða markinu við á 87. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×