Sport

Fylkismenn hægja á hraðferð FH-inga

FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í Hafnafirði. Heiðar í Botnleðju var rétt búinn að renna niður síðasta pylsubitanum þegar fjörið hófst í Kaplakrika. Það var Tryggvi Guðmundsson sem skoraði fyrsta markið á 7. mínútu eftir sendingu frá Dennis Siim.

Það var svo markvörður FH sem jafnaði metin fyrir Fylki með klaufalegu sjálfsmarki. Hann ætlaði að kýla boltann frá marki sínu en það gekk ekki betur en svo að boltinn hrökklaðist í markið.

Tryggvi skoraði svo aftur eftir sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni, Fylkismenn sváfu á verðinum og var refsað. Páll Einarsson jafnaði leikinn með laglegu marki á 60. mínútu og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×