Benny Crespo‘s Gang, Wulfgang, Helgi Valur og Atómstöðin koma fram á tónleikaröð Reykjavík Grapevine og Smekkleysu í dag. Tónleikaröðin hefur verið í gangi í allt sumar þar sem margar af betri hljómsveitum landsins hafa troðið upp. Senn fer að líða að lokum tónleikaraðarinnar og eru einungis fernir tónleikar eftir. Helgi Valur treður upp í Smekkleysu/Gallerí Humar eða frægð á Klapparstíg 27 klukkan sautján og kostar ekkert inn. Seinni tónleikarnir með sveitunum fjórum eru svo haldnir á Café Amsterdam í Hafnarstræti 5 klukkan níu. Aðeins kostar fimm hundruð krónur inn á seinni tónleikana.

