Innlent

Svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í tvo daga

Svifryksmengun yfir Reykjavík var yfir heilsuverndarmörkum samfellt í tvo sólarhringa í síðustu viku vegna mengunar sem barst frá Rússlandi. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Þar segir að mánudaginn 7. maí til miðvikudagsins 9. maí hafi sólin sést eldrauð á bak við mengunarmistur.

Er talið líklegt að megunin hafi stafað af sinueldum frá vesturhluta Rússlands. Sem fyrr segir var svifryksmengun viðvarandi í tvo sólarhringa og féll því ekki niður yfir nóttina eins og þegar mengunin er af völdum bílaumferðar í Reykjavík. Haft er eftir Lúðvík Gústafssyni, deilarstjóra mengunarvarnar hjá umhverfissviði, að þetta sé skýrt dæmi um að loftslagsmál séu hnattræn og að það skipti máli í sérhverju landi hvað sé gert og hvernig brugðist sé við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×