Erlent

Beðið um frið í Sómalíu

Hundruð Sómala söfnuðust saman í íþróttahöllinni í Mogadishu í dag  til að krefjast friðar eftir vikulanga bardaga sem hafa banað yfir 140 manns. Ofbeldið er eitt það versta í áratug í Sómalíu. Baráttan hefur staðið milli vopnaðra hópa múslima og hópa borgara sem ekki eru tengdir trúarhópum.

Vopnahléssamkomulag var undirritað um helgina en andrúmsloftið er enn rafmagnað. Fyrir utan íþróttahöllina þar sem friðarsinnar söfnuðust saman, mátti sjá menn gráa fyrir járnum.

Flest fórnarlambanna eru óbreyttir borgarar sem hafa lent á milli í átökum hópanna eða hafa orðið fyrir sprengjubrotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×