Innlent

Varað við ósamræmi í verðmerkingum

MYND/Sigurður Jökull

Óvenjumikið ósamræmi hefur verið í verðmerkingum í matvöruverslunum þannig að verð á afgreiðslukassa er hærra en hilluverð. Það er Neytendastofa sem vekur athygli á þessu. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að í nýlegri könnun hafi komið í ljós meira ósamræmi milli hilluverðs og verðs á kassa en áður hafi þekkst. Neytendur eru því hvattir til að vera vel á verði enda telji Neytendastofa að verðmerking í hillu sé tilboð seljanda til neytenda og neytendur eigi rétt á að fá vöruna á því verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×