Innlent

Halda áfram undirbúningi álvers

Frá Húsavík
Frá Húsavík MYND/KK

Alcoa, ríkisstjórnin og Húsavíkurbær undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að halda áfram rannsóknum á hagkvæmni þess að bygja 250 þúsund tonna álver á Norðurlandi. Viljayfirlýsingin kemur í framhaldi af staðarvalssamkomulagi frá í mars.

Hagkvæmnisrannsóknin verður í þremur hlutum, fyrsta lýkur í október í ár en þeim síðasta í júní 2008. Álverið verður hugsanlega byggt í áföngum en þá er hægt að hefja framleiðslu fyrr en ella ef orka verður fáanleg fyrr en ráðgert hefur verið. Orkuþörf álversins er um 400 megawött.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×