Innlent

Öskjuhlíðarskóli fær Grænfánann

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Róbert

Gleði og stolt skein út hverju andliti nemenda og starfsmanna Öskjuhlíðarskóla í morgun þegar þau tóku við Grænfánanum, viðurkenningu fyrir ötullt starf í umhverfismálum. Skólinn mun flagga fánanum næstu tvö árin í það minnsta.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Hátt í tuttugu skólar hér á landi flagga fánanum. Fáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nemendur og starfsmenn Öskjuhlíðarskóla hafa síðastliðið ár aukið markvisst stefnu sína í umhverfismálum. Það var svo í dag sem Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhent skólanum Grænfánann, en skólinn mun flagga fánanum næstu tvö árin og fæst viðurkenningin endurnýjuð ef skólinn heldur áfram á sömu braut.

Um hundrað börn á aldrinum sex til sextán ára stunda nú nám í Öskjuhlíðarskóla. Krakkarnir eru ánægðir með umhverfisverkefnið og hafa lært eitt og annað síðan það hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×