Fimm dómarar við hæstarétt í Ankara í Tyrklandi særðust, þar af tveir lífshættulega þegar vopnaður maður hóf skothríð inn í dómshúsinu. Talið er að árásarmaðurinn sé lögfræðingur og er hann nú í haldi lögreglu sem segir óvíst hver ástæða árásarinnar var.
Árásarmaðurinn mun hafa ákallað guð sinn um leið og hann skaut af byssunni. Einn dómaranna sem særðust í árásinni hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja bann við því að kennarar í landinu gangi með höfðuklúta við vinnu sína. Forsætisráðherra landsins fordæmdi þá ákvörðun og sagði hana ólöglega. Innanríkisráðherra Tyrklands segir ríkisstjórnina fordæma árásina og þá sem að henni stóðu.