Innlent

Tré gegn útblæstri

Iðntæknistofnun hefur samið við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um gróðursetningju trjáa til mótvægis við koltvísýringsútblástur frá stofnuninni.

Markmiðið er að skógræktin dragi úr gróðurhúsaáhrifum af rekstri stofnunarinnar, svo sem vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu. Starfsmenn stofnunarinnar gróðursetja tré í nær 20 hektara lands hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Það á að duga sem mótvægi við koltvísýringsútblæstri frá starfseminni næstu 80 til 90 árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×