Erlent

Styttist í þingkosningar á Ítalíu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt sinn síðasta kosningafund fyrir komandi þingkosningar nú undir kvöldið. Berlusconi og Prodi, sem leiðir bandalag vinstriflokka, hafa háð harða baráttu fyrir þingkosningarnar sem fram fara á sunnudag og mánudag.

Kosningabaráttan hefur að mestu snúist um efnahagsmál. Berlusconi hefur meðal annars gert það að kosningaloforði sínu um að afnema eignarskatta. Það loforð hefur vakið mikla reiði meðal annars hjá stjórnarandstöðunni þar sem margir telja að það geti valdið gjaldþroti bæja og sveita. Nýjust kannanir sýna að fylgi Prodi hefur um þremur til fimm prósentum meira fylgi en Berlusconi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×