Andlitin í fjöllunum 26. júlí 2006 14:45 Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona Skoðar þjóðsögur og fjöllin fimbulhá á Borgarfirði eystri. MYND/Heiða Með dyggri aðstoð og innblæstri af óvenjulegum tilverustigum aftan úr grárri forneskju hefur Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona samið verk um vætti og álfa sem hún frumsýnir í kvöld. Leikhúsið er gamalt pósthús í númeri 720. Halldóra Malín hefur dvalið á Borgarfirði eystri í sumar og sökkt sér ofan í þjóðsögurnar en þar er víst af nógu að taka. Ég er búin að vera lesa og skoða álfa- og vættasögur sem tengjast svæðinu hér í kring. Ég tek sex sögur og færi þær í leikrænan búning, sumar sögurnar flyt ég eins og munnmælasögur en stundum tek ég einhverjar persónur sem mér finnst spennandi og vinn með þær áfram, útskýrir Halldóra Malín en heimildir sínar sækir hún meðal annars til Sigfúsar Sigfússonar og þjóðsagna Jóns Árnasonar. Það er af nógu að taka, ætli ég hafi ekki lesið svona sirka þrjú hunduruð sögur, segir hún hlæjandi, ég var alveg orðin gegnsýrð. Afraksturinn er síðan í formi handrits og sýningar sem höfundurinn kallar Úti bíður andlit á glugga. Leikkonan segir að það sé ekki annað hægt en að heillast og trúa á handanheimin þegar maður er staddur á stað eins og Borgarfirði eystri. Þetta er svo magnað landslag hérna og mörg andlit í fjöllunum. Það er ekkert skrýtið að þessar sögur hafi lifað með fólkinu öll þessi ár og það er svo fallegt við menninguna hér að allir þekkja þessar sögur - fólk þekkir arfinn sinn. Verkefnið er unnið í tengslum við Kjarvalsstofu sem starfrækt er á Borgarfirði eystra og Halldóra Malín útskýrir að upphaflega hafi Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn af stjórnendum stofunnar leitað til sín og beðið hana að leika álfkonu. Hann sagðist vera með draumaverkefni í maganum og spurði hvort ég vildi ekki leika álfkonuna Borghildi sem er álfadrottningin á þessu svæði. Ég fékk alveg í magann og spurði til baka hvort hann héldi ekki að hún yrði móðguð, segir leikkonan og kímir. Ég leik enga álfa í sýningunni en þeir fá sannarlega að leika með mér. Búið er að umturna gamla pósthúsinu sem staðið hefur autt í rúmt ár. Með mér í fylgd er Unnur Sveindóttir myndlistarmaður sem hjálpar með leikmyndina og lýsinguna. Það er hægt að halda leiksýningar hvar sem er - þessi staður er alveg jafngóður og hver annar. Þetta er fyrsta stóra verkefni Halldóru sem útskrifaðist fyrr í vor en hún segir að þetta leikkhúsform sé henni nokkuð hugstætt. Þetta tengist dálítið einstaklingsverkefni sem við unnum í skólanum þar sem við gerðum verk upp á eigin spýtur og höfðum ekki mikið milli handanna. Hún segist hafa tekið þá aðferð upp aftur og útskýrir að sköpunarferlið sjálft sé mjög lærdómsríkt fyrir sig. Maður hleypur til dæmis ekkert út í búð þegar það vantar eitthvað hérna. Þó það sé margt til í Kaupfélaginu þá eru ekki til drapperingar þar. Aðeins 25 gestir komast fyrir í póstleikhúsinu hverju sinni og því verður Halldór að sýna ört í sumar, en fyrsta sýning er í kvöld kl. 21. Nánari upplýsingar um sýningartímana má finna á www.borgarfjordureystri.is/ Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Sjá meira
Með dyggri aðstoð og innblæstri af óvenjulegum tilverustigum aftan úr grárri forneskju hefur Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona samið verk um vætti og álfa sem hún frumsýnir í kvöld. Leikhúsið er gamalt pósthús í númeri 720. Halldóra Malín hefur dvalið á Borgarfirði eystri í sumar og sökkt sér ofan í þjóðsögurnar en þar er víst af nógu að taka. Ég er búin að vera lesa og skoða álfa- og vættasögur sem tengjast svæðinu hér í kring. Ég tek sex sögur og færi þær í leikrænan búning, sumar sögurnar flyt ég eins og munnmælasögur en stundum tek ég einhverjar persónur sem mér finnst spennandi og vinn með þær áfram, útskýrir Halldóra Malín en heimildir sínar sækir hún meðal annars til Sigfúsar Sigfússonar og þjóðsagna Jóns Árnasonar. Það er af nógu að taka, ætli ég hafi ekki lesið svona sirka þrjú hunduruð sögur, segir hún hlæjandi, ég var alveg orðin gegnsýrð. Afraksturinn er síðan í formi handrits og sýningar sem höfundurinn kallar Úti bíður andlit á glugga. Leikkonan segir að það sé ekki annað hægt en að heillast og trúa á handanheimin þegar maður er staddur á stað eins og Borgarfirði eystri. Þetta er svo magnað landslag hérna og mörg andlit í fjöllunum. Það er ekkert skrýtið að þessar sögur hafi lifað með fólkinu öll þessi ár og það er svo fallegt við menninguna hér að allir þekkja þessar sögur - fólk þekkir arfinn sinn. Verkefnið er unnið í tengslum við Kjarvalsstofu sem starfrækt er á Borgarfirði eystra og Halldóra Malín útskýrir að upphaflega hafi Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn af stjórnendum stofunnar leitað til sín og beðið hana að leika álfkonu. Hann sagðist vera með draumaverkefni í maganum og spurði hvort ég vildi ekki leika álfkonuna Borghildi sem er álfadrottningin á þessu svæði. Ég fékk alveg í magann og spurði til baka hvort hann héldi ekki að hún yrði móðguð, segir leikkonan og kímir. Ég leik enga álfa í sýningunni en þeir fá sannarlega að leika með mér. Búið er að umturna gamla pósthúsinu sem staðið hefur autt í rúmt ár. Með mér í fylgd er Unnur Sveindóttir myndlistarmaður sem hjálpar með leikmyndina og lýsinguna. Það er hægt að halda leiksýningar hvar sem er - þessi staður er alveg jafngóður og hver annar. Þetta er fyrsta stóra verkefni Halldóru sem útskrifaðist fyrr í vor en hún segir að þetta leikkhúsform sé henni nokkuð hugstætt. Þetta tengist dálítið einstaklingsverkefni sem við unnum í skólanum þar sem við gerðum verk upp á eigin spýtur og höfðum ekki mikið milli handanna. Hún segist hafa tekið þá aðferð upp aftur og útskýrir að sköpunarferlið sjálft sé mjög lærdómsríkt fyrir sig. Maður hleypur til dæmis ekkert út í búð þegar það vantar eitthvað hérna. Þó það sé margt til í Kaupfélaginu þá eru ekki til drapperingar þar. Aðeins 25 gestir komast fyrir í póstleikhúsinu hverju sinni og því verður Halldór að sýna ört í sumar, en fyrsta sýning er í kvöld kl. 21. Nánari upplýsingar um sýningartímana má finna á www.borgarfjordureystri.is/
Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Sjá meira