Innlent

Skvísa keyrir búkollu

21 árs kona fékk nóg af lágum hárgreiðslunemalaunum, tók meirapróf og keyrir nú vörubíl af stærstu gerð, svokallaða búkollu. Á níu dögum fékk hún rúmlega mánaðarlaun hárgreiðslunemans og sér ekki eftir skiptunum.

Kolbrún Helga er ung einstæð móðir og átti erfitt með að láta enda ná saman þegar hún var að læra hárgreiðslu enda launin mjög lág í mörgum kvennastörfum. Hún sá ekki fram á að geta jafnað launamuninn þannig að hún ákvað að fara í hefðbundið karlastarf. Hún vinnur hjá Magna og sjá má á þessum myndum að stærð hennar sjálfrar er ekki takt við stærð ökutækisins sem hún vinnur á.

Kolbrún Helga hefur ekki langt að sækja bíladelluna enda dóttir eins þekktasta flutningabílstjóra landsins, Jóhannesar á fóðurbílnum.

Kolbrún Helga tók svokallað trailerpróf í gær og hefur nú réttindi til að aka vörubíl með tengivagni.

Jóhannes er hreykin af stelpunni sinni og segir hana hafa fengið bíladelluna frá sér en segir soninn hafa fengið hláturinn. Tvær konur vinna við akstur hjá olíudreifingu þar sem hann vinnur og segir hann þær góða starfskrafta.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×