Erlent

Erfitt gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Taílandi

Mynd/AP

Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa ríkisstjórn í Taílandi en þingkosningar fóru fram í landinu í gær. Stjórnarandstaðan í landinu og fylgismenn hennar skiluðu auðu í kosningunum til að leggja áherslu á óánægju sína. Fyrirfram var talið nokkuð víst Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, hefði stuðning yfir helming kjósenda en hann var einn í framboði. Stjórnarandstaðan hvatti því andstæðinga hans til að skila auðu í von um að ekki tækist að fylla öll þingsætin og gera það þar með ómögulegt að mynda nýja ríkisstjórn. Tölur nú undir morguninn sýndu að flokkur forsætisráðherrans hefði fengið 278 sæti neðri deild þingsins af fjögurhundruð. Forsætisráðherrann boðaði til kosninga, þrátt fyrir að þrjú ár væri eftir að kjörtímabilinu, eftir mikil mótmæli í landinu undanfarið þar sem hann hefur verið sakaður um spillingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×