Lífið

Fleiri í Vísindakirkjuna

Jim Carrey hefur snúið sér að Vísindakirkjunni.
Jim Carrey hefur snúið sér að Vísindakirkjunni.

Það furðuðu sig margir að því að sjá bæði Jennifer Lopez og Jim Carrey í brúðkaupi skjötuhjúanna Tom Cruise og Katie Holmes. Fáir vissu til að einhver tengsl væru á milli Lopez, Carreys og hjónanna, en er því nú haldið fram að Lopez og Carrey hafi tekið upp trú Vísindakirkjunnar.

 „Jim er að stíga sín fyrstu skref í trúarbrögðunum,“ sagði heimildarmaður blaðsins The New York Post. J-Lo aftur á móti er sögð hafa skipt um trúarbrögð til þess að auka möguleika sína á barneign og er sagt að eiginmaður hennar, Marc Antony sem er kaþólikki sé mjög ósáttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.