Playstation 3 komin í búðir í USA 17. nóvember 2006 20:33 Playstation 3 tölvan er komin í búðir í Bandaríkjunum en búist er við henni í mars í Evrópu. MYND/AP Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. Vopnaðir ræningjar komu þá að honum og kröfðust peninga en neitaði hann að verða við ósk þeirra. Létu ræningjarnir þá vopnin tala. Maðurinn er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi sem stendur. Árásin varð í Connecticut í Bandaríkjunum. Annars staðar var biðinni hins vegar breytt í stór partý, tónlist var spiluð og fólki gefinn matur. Fjárfestar fylgjast grannt með viðbrögðum neytenda en talið er að fyrstu dagarnir eigi eftir að skera úr um velgengni Sony á leikjatölvumarkaðnum en hann er um 180 milljarða króna virði. Erlent Fréttir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. Vopnaðir ræningjar komu þá að honum og kröfðust peninga en neitaði hann að verða við ósk þeirra. Létu ræningjarnir þá vopnin tala. Maðurinn er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi sem stendur. Árásin varð í Connecticut í Bandaríkjunum. Annars staðar var biðinni hins vegar breytt í stór partý, tónlist var spiluð og fólki gefinn matur. Fjárfestar fylgjast grannt með viðbrögðum neytenda en talið er að fyrstu dagarnir eigi eftir að skera úr um velgengni Sony á leikjatölvumarkaðnum en hann er um 180 milljarða króna virði.
Erlent Fréttir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira