Lífið

Segist ekki nota kókaín

Paris Hilton var ljósmynduð með agnir af hvítu efni í nösinni.
Paris Hilton var ljósmynduð með agnir af hvítu efni í nösinni.

Í vikunni birti dagblaðið The New York Post ljósmyndir þar sem greinilega má sjá agnir af hvítu efni í nösunum á Paris Hilton. Myndin var tekin eftir að Paris og vinur hennar Brandon Davis snæddu saman hádegisverð og yfirgáfu bíl þess síðarnefnda.

Fjölmiðlafulltrúi Hilton neitar öllum ásökunum um að Paris noti kókaín og segir þær fásinnu. „Þetta hefði getað verið hvað sem er sem var í nösunum á henni, hún var nýbúin að borða,“ segir fulltrúin og neitar því ekki að Paris sé að íhuga að höfða mál gegn blaðinu.

Djammlíferni Parisar Hilton er sífellt til umræðu í fjölmiðlum vestra. Sjálf hefur hún oft haldið því fram að hún noti ekki eiturlyf og drekki helst aldrei áfengi. Bandarískir fjölmiðlar draga það mjög í efa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.