Sjálfstæðismenn þrýsta á endurnýjun ríkisstjórnar 7. júní 2006 18:43 Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að endurnýjuð ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde taki til starfa á allra næstu dögum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að of löng óvissa geti reynst skaðleg. Það tefur hins vegar viðræður oddvita stjórnarflokkanna að þeir eru í dag og á morgun meira og minna bundnir vegna leiðtogafundar Eystrasaltsríkjanna sem fram fer hérlendis. Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar fréttamenn spurðu hann á Þingvöllum í dag eftir fund hans með utanríkisráðherra Þýskalands. Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Einar Oddur Kristjánsson, segir að brýn verkefni bíði ríkisstjórnarinnar sem þoli enga bið; að verja krónuna og kjarasamninga. Nýtt ráðuneyti Geirs H. Haarde verði að taka til starfa helst í dag og í allra síðasta lagi um helgina. Jafnvel forystumenn innan stjórnarflokkana taka sér orðið stjórnarkreppa í munn enda ríkir algjör óvissa um hvernig lykilráðherraembætti verða mönnuð, þar á meðal embætti fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Utanríkisráðherraefni Sjálfstæðisflokks eru talin Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen, hreppi Framsóknarflokkur fjármálaráðuneytið, sem hann sækist eftir. Kjósi Björn Bjarnason að flytja sig er talið líklegast að hann verði utanríkisráðherra og að Árni M. Mathiesen myndi þá að öllum líkindum verða dóms- og kirkjumálaráðherra. Auk fjármálaráðuneytis er talið að Sjáfstæðisflokkur gæti misst annaðhvort Umhverfisráðuneyti eða Samgönguráðuneyti yfir til Framsóknarflokks og þykir mest óvissa því vera um ráðherradóm Sigríðar Önnu Þórðardóttir og Sturlu Böðvarssonar. Þrátt fyrir neitun Finns Ingólfssonar í gær um frekari stjórnmálaafskifti hafa forystumenn í dag haldi því opnu að hann verði næsti fjármálaráðherra og þá án þess að sækjast eftir flokksformennsku. Fáist Finnur ekki þykir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, nú líklegur fjármálaráðherra. Önnur ráðherraefni Framsóknarflokksins eru helst talin Hjálmar Árnason, og þá sem utanríkisráðherra, lendi sá stóll framsóknarmegin, sem og Jónína Bjartmarz. Enn er þó óvíst að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir ráðuneyti til samstarfsflokksins. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að endurnýjuð ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde taki til starfa á allra næstu dögum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að of löng óvissa geti reynst skaðleg. Það tefur hins vegar viðræður oddvita stjórnarflokkanna að þeir eru í dag og á morgun meira og minna bundnir vegna leiðtogafundar Eystrasaltsríkjanna sem fram fer hérlendis. Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar fréttamenn spurðu hann á Þingvöllum í dag eftir fund hans með utanríkisráðherra Þýskalands. Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Einar Oddur Kristjánsson, segir að brýn verkefni bíði ríkisstjórnarinnar sem þoli enga bið; að verja krónuna og kjarasamninga. Nýtt ráðuneyti Geirs H. Haarde verði að taka til starfa helst í dag og í allra síðasta lagi um helgina. Jafnvel forystumenn innan stjórnarflokkana taka sér orðið stjórnarkreppa í munn enda ríkir algjör óvissa um hvernig lykilráðherraembætti verða mönnuð, þar á meðal embætti fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Utanríkisráðherraefni Sjálfstæðisflokks eru talin Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen, hreppi Framsóknarflokkur fjármálaráðuneytið, sem hann sækist eftir. Kjósi Björn Bjarnason að flytja sig er talið líklegast að hann verði utanríkisráðherra og að Árni M. Mathiesen myndi þá að öllum líkindum verða dóms- og kirkjumálaráðherra. Auk fjármálaráðuneytis er talið að Sjáfstæðisflokkur gæti misst annaðhvort Umhverfisráðuneyti eða Samgönguráðuneyti yfir til Framsóknarflokks og þykir mest óvissa því vera um ráðherradóm Sigríðar Önnu Þórðardóttir og Sturlu Böðvarssonar. Þrátt fyrir neitun Finns Ingólfssonar í gær um frekari stjórnmálaafskifti hafa forystumenn í dag haldi því opnu að hann verði næsti fjármálaráðherra og þá án þess að sækjast eftir flokksformennsku. Fáist Finnur ekki þykir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, nú líklegur fjármálaráðherra. Önnur ráðherraefni Framsóknarflokksins eru helst talin Hjálmar Árnason, og þá sem utanríkisráðherra, lendi sá stóll framsóknarmegin, sem og Jónína Bjartmarz. Enn er þó óvíst að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir ráðuneyti til samstarfsflokksins.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira