Innlent

Sorpa hættir að greiða út skilagjald

Sorpa hefur ákveðið að hætta að gefa út tékka þegar flöskum og dósum er skilað inn. Á heimasíðu Sorpu er ástæðan fyrir þessum breytingum sögð vera að það kosti allt að 300 krónur að leysa út tékka í banka og því sé betra fyrir viðskiptavini að fá upphæðina fyrir dósirnar og flöskurnar greidda beint inn á debet kortið. Sá böggull fylgir þó skammrifi að ekki eru alllir með debet kort og mælir Sorpa með því á heimasíðu sinni að börn sem safni flöskum fái sér debet kort enda geta þeir sem eru orðnir níu ári fengið slík kort. Hvergi er minnst á það á heimasíðunni að ekki taka allir bankar gjald fyrir að leysa út ávísun og enn er hægt að leysa þær út viðskiptavinum Sorpu að kostnaðarlausu. Á heimasíðunni tekur Sorpa heldur ekki með í reikninginn að greidd eru færslugjöld af hverri færslu debet korta né að af þeim þarf að greiða árgjald en árgjald af debet korti er frá 290 krónum og færslugjald frá 13 krónum. Eina úrlausnin fyrir þá sem einhverra hluta vegna geta ekki eða vilja ekki fá sér debet kort er því að fara í Endurvinnsluna að Knarrarvogi 4 í Kópavogi sem áfram mun greiða út fyrir flöskurnar. Ferð þangað kostar 250 krónur fyrir fullorðna aðra leið með Strætó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×