Innlent

Niðurstöður útreikninga með hafhringrásarlíkani

Á Veðurstofu Íslands hefur um nokkurt skeið verið unnið að því að reikna hafstrauma umhverfis landið með hafhringrásarlíkani. Verkefnið hefur verið unnið í samvinnu við aðila á Hafrannsóknastofnuninni, í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. 

Á morgun Þriðjudaginn 9. maí kl. 14 flytja Einar Örn Ólafsson og Sæunn Halldórsdóttir erindið Niðurstöður útreikninga með hafhringrásarlíkani fyrir hafsvæðið umhverfis Ísland.  Erindið verður flutt í fundarsal á 1. hæð Skúlagötu 4.

Í fyrirlestrinum verður fjallað stuttlega um uppsetningu líkansins og helstu niðurstöður keyrslu þar sem líkanið er látið ná jafnvægi við meðaltalsárstíðasveiflu vinda og hita.  Einnig verður rætt um niðurstöður tilrauna þar sem jaðarskilyrðum hefur verið breytt og áhrif einstakra þátta könnuð betur. Þessar tilraunir eru m.a. NAO tilraunir (þar sem ýmist eru notaðir eru vindar frá + og - fasa NAO sveiflunnar), tilraunir með og án afrennslis af íslandi og tilraunir þar sem vindasviðið tekur daglegum breytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×