Innlent

Hugsanlegt að enginn vöxtur verði á einkaneyslu á fjórða ársfjórðungi

MYND/Heiða

Kreditkortavelta í nóvember síðastliðnum var tæplega 21 milljarður króna og jókst um 3,5 prósent milli ára samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans sem greint er frá í Morgunkorni Glitnis.

Þar segir enn fremur að kortavelta hafi að aukist um 8,1 prósent frá sama tíma í fyrra sem er næstminnsti raunvöxtur á ársgrundvelli frá miðju ári 2005. Greiningardeildin bendir þó að þessar tölur gefi ekki heildarmynd af kortanotkun heimilanna því einnig verði að taka tillit til debetkortaveltu. Þróunin undanfarið virðist hafa verið sú að almenningur noti í auknum mæli kreditkort á sama tíma og notkun debetkorta fari minnkandi en hún reyndist þremur prósentum minni að raunvirði í nóvember en á sama tíma í fyrra.

Þegar kreditkortavelta og debetkortavelta eru lögð saman myndar það gagnlegan kvarða fyrir þróun einkaneyslu að sögn greiningadeildar Glitnis. Samanlagt hafi raunvöxtur þessarar veltu verið 2,7 prósent milli ára og hafi hann ekki verið minni frá árslokum 2002.

Ef miðað sé við tölur um kortaveltu í október og nóvember megi þannig ætla að vöxtur einkaneyslu frá fyrra ári á síðasta fjórðungi ársins reynist enn minni en raunin var á þriðja fjórðungi. Jafnvel megi ætla að vöxturinn verði lítill sem enginn.

Segir greiningadeildin að þessi þróun sé í takti við þjóðhagsspá henanr frá liðnum ágúst. Hún telji að áfram muni draga úr vexti einkaneyslu og að hún standi í stað eða dragist nokkuð saman á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×