Lífið

Borat á ráðstefnu í Íran

Kasakinn geðþekki er ekki mjög hrifinn af gyðingum.
Kasakinn geðþekki er ekki mjög hrifinn af gyðingum. MYND/AP

Kvikmyndin um kasakska sjónvarpsmanninn Borat hefur fengið frábærar viðtökur og var í fyrradag tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna sem besta gamanmyndin. Auk þess fékk Sascha Baron Cohen tilnefningu fyrir besta leik í gamanmynd.

„Þetta eru frábærar fréttir,“ sagði Cohen. „Ég hef reynt að ná í Borat til að segja honum þetta, en seinustu fjóra klukkutímana hafa báðir símarnir í Kasakstan verið á tali. Loksins svaraði forsetinn Nazarbayev og sagðist mundu skila þessu til Borats, strax og hann kæmi aftur frá Íran, þar sem hann er heiðursgestur á ráðstefnunni um afneitun Helfararinnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.