Erlent

Gíslataka í Aþenu

MYND/AP

Sérsveit lögreglunnar í Aþenu í Grikklandi hefur umkringt læknastöð þar sem fyrrverandi sjúklingur geðlæknis heldur þremur starfsmönnum í gíslingu.

Maðurinn ruddist inn á stöðina vopnaður tveimur byssum rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Lögregla hefur lokað aðkomu að byggingunni en ekki er vitað hversu margir starfsmenn til viðbótar og sjúklingar kunni að leynast þar inni sem þó eru ekki beinlínis í haldi mannsins.

Ekki er vitað hvaða kröfur maðurinn hefur gert, ef einhverjar. Maðurinn mun fyrir nokkru hafa verið í meðferð hjá geðlækni á stöðinni. Lögregla segir að hann hafi haft myndbandstökuvél með sér inn á læknastöðina til að mynda framvindu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×