Að minnsta kosti 15 féllu og 32 særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt höfuðstöðvum írösku lögreglunnar í Bagdad í morgun. Svo virðist sem um sjálfsvígsárás hafi verið að ræða.
Innanríkisráðuneyti Íraks staðfesti þetta fyrir stundu. Mikil ólga hefur verið í landinu síðustu vikur vegna átaka trúarbrota.