Erlent

Svar við því af hverju fuglaflensa smitast ekki

MYND/AP

Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig hafa fundið skýringuna á því af hverju fuglaflensa smitast ekki milli manna. Flensuveirur leggist oftast á frumur ofarlega í öndunarvegi manna og þar með aukist líkurnar á því að venjulegar flensur berist milli manna við hósta og hnerra. Rannsóknir hafi hins vegar leitt í ljós að fuglaflensuveiran leggist á frumur lengra niðri í öndunarvegi fólks.

Niðurstöður vísindamannanna eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Ekki er þó talið að þetta skýri það að fullu hvers vegna hið hættulega H5N1 afbrigði flensunnar smitist ekki milli manna. Rúmlega hundrað manns hafa látist af völdum flensunnar víða um heim síðan hennar varð vart að nýju árið 2003. 180 manns hafa smitast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×